Fréttir

Til liðs við þjóð, kirkju og kristni.

Við, íbúar á Íslandi, eigum fjölmörg það sameiginlegt að við erum skírð, fermd og gift í þjóðkirkjunni okkar. Að sama skapi erum við ótrúlega mörg sem bregðumst á engan hátt við þeirri gagnrýni sem sett er fram í ræðu og riti í garð kirkju og kristni. Lesa áfram á trú.is.

Leikskóla- og grunnskólakennara vantar til Panama

Okkur í Glerárkirkju barst bréf frá Sylviu sem var sjálfboðaliði hjá okkur fyrir nokkrum árum. Þar segir hún frá því að þau - hún og Emilio maðurinn hennar - eru að leita eftir fleiri kennurum til starfa með þeim í skólum sem Ungt fólk með hlutverk rekur í Panama. Þau skrifa meðal annars: Dear friends and/or supporters of Doulos Christian Academy, we hope this finds you well! Attached you will find some information about the school. We are right now looking for teachers for next year and would like to ask you to send this out to people God has placed on your heart for missions in Panama. Or maybe God is calling you?! We would be happy to hear back from you or one of your friends. If you are interested in a presentation for your church etc., please let us know. Thank you so much for your help! God bless you - Dios les bendiga! Emilio and Silvia Herazo Doulos Christian Academy, Youth With A Mission Chilibre/Panama Lesa bréfið í heild sinni (pdf-skjal).

Hólahátíð 12. til 14. ágúst 2011

Hólahátíð hefst föstudaginn 12. ágúst næstkomandi með opnun á sýningum í Auðunarstofu á krossum eftir Jón Geir Ágústsson kl. 20:00. Við það tækifæri mun dr. Einar Sigurbjörnsson flytja erindi um táknmál krossins. Að vanda verður fjölbreytt dagskrá á Hólum alla helgina.  Sjá nánar í dagskrá hátíðarinnar.

Kvöldmessa 7. ágúst kl. 20:30

Sr. Arna Ýrr og Pétur Björgvin djákni þjóna. Messan verður með óhefðbundnu sniði, við íhugum, hlustum á Guðs Orð og þiggjum fyrirbæn á ýmsum stöðum í kirkjunni, t.d. í anddyri, við kirkjuglugga, og upp við altari.  Molasopi í boði eftir messu, allir eru velkomnir.

Viðskiptavinur eða safnaðarmeðlimur

Í kynningu á pistli dagsins á trú.is segir: Eru þau sem koma í kirkjuna viðskiptavinir hennar? Eru þau sem koma í kirkjuna safnaðarmeðlimir? Þessi áleitna spurning er ein af mörgum sem vakna við lestur doktorsritgerðar Stig Linde. Lesa pistil á trú.is.