Hólahátíð 12. til 14. ágúst 2011

Hólahátíð hefst föstudaginn 12. ágúst næstkomandi með opnun á sýningum í Auðunarstofu á krossum eftir Jón Geir Ágústsson kl. 20:00. Við það tækifæri mun dr. Einar Sigurbjörnsson flytja erindi um táknmál krossins. Að vanda verður fjölbreytt dagskrá á Hólum alla helgina.  Sjá nánar í dagskrá hátíðarinnar.