15.01.2010
TTT er klúbbastarf fyrir tíu til tólf ára krakka (fimmti til sjöundi bekkur). Starfið fer fram á neðri hæð Glerárkirkju alla
þriðjudaga frá klukkan fimm til klukkan sex. Þar er fræðst um biblíuna, farið í leiki, föndrað, spjallað, hlegið, leikin leikrit og
margt fleira til gamans gert. Þá fer hópurinn saman í helgarferð fyrir páska (1.500 kr. ferðakostnaður). Athugið að þátttaka er
að öðru leyti ókeypis, öll börn velkomin og foreldrum velkomið að taka þátt í starfinu eftir því sem þau hafa tök
á. Nánari upplýsingar gefur Gréta í síma 462 1340.
06.01.2010
Æskulýðsfélagið Glerbrot er eitt þeirra æskulýðsfélaga sem stefnir á þátttöku í
æskulýðsmóti í Stjórutjarnaskóla dagana 29. til 31. maí næstkomandi. Nánar má fræðast um mótið á vef Eyjafjarðarprófastsdæmis.
16.12.2009
Kór Glerárkirkju heldur sína árlegu jólatónleika í Glerárkirkju sunnudaginn 20. desember kl. 17:00. Fram koma auk Kórs
Glerárkirkju: Karlakór Akureyrar-Geysir og sérstakur gestasöngvari Magni Ásgeirsson. Stjórnandi er Valmar Väljaots. Aðgangur er ókeypis og
allir velkomnir.
15.12.2009
Næstkomandi sunnudag, 20. desember er barnastarf á messutíma kl. 11:00. Að loknu sameiginlegu upphafi í messunni ganga börnin yfir í safnaðarsalinn og
eiga þar sunnudagaskólastund. Þessi stund er síðasta barnastarfssamveran fyrir jól. Starfið hefst aftur á nýju ári sunnudaginn 17.
janúar. Annað barna- og unglingastarf er komið í vetrarfrí.
Á nýju ári hefst kirkjuskólinn (1. - 4. bekkur) mánudaginn 18. janúar, TTT starfið og æskulýðsfélagið Glerbrot
þriðjudaginn 19. janúar.
04.11.2009
Æskulýðskór Glerárkirkju er byrjaður að æfa jólalögin og tilbúinn að syngja á alls kyns
uppákomum fyrir jólin. Æskulýðskórinn er skipaður krökkum á aldrinum 10-16 ára.
Valmar Valjaots er nýr kórstjóri hjá kórnum, vinsamlega hafið samband við hann ef óskað er eftir frekari upplýsingum í
síma 849-2949 eða á netfangið valmar@glerarkirkja.is.
25.10.2009
Þessa dagana standa hinar árlegu dagsferðir fermingarbarna Glerárkirkju yfir. Mánudaginn 26. október fara nemendur úr Glerárskóla,
föstudaginn 30. október nemendur úr Giljaskóla og mánudaginn 2. nóvember er svo komin röðin að nemendum úr Síðuskóla.
Nánari upplýsingar um ferðirnar er að finna í bréfi sem prestar kirkjunnar sendu heim til fermingarbarnanna. Brottför er hvern dag frá
Glerárkirkju kl. 08:30 að morgni og komið er til baka rúmum 12 tímum seinna. Athugið að af þessum sökum verða hvorki prestar kirkjunnar né
djákni við á umræddum dögum. Beðist er velvirðingar á því en fólki bent á að hafa samband símleiðis.
Farsími sr. Gunnlaugs er 864 8455, sr. Arnalds 864 8456 og Péturs djákna 864 8451.
19.10.2009
Kvikmyndin Pleasantville verður sýnd á bíókvöldi í Glerárkirkju næstkomandi miðvikudagskvöld kl. 19:00. Á undan
sýningunni mun Pétur Björgvin djákni halda stutt inngangserindi. Sjá nánar á vef prófastsdæmisins.
19.10.2009
Sameiginleg haustsamvera TTT starfsins í kirkjunni og deildarstarfs KFUM og KFUK í Eyjafirði verður haldin 6. og 7. nóvember næstkomandi á
Dalvík. Og TTT í Glerárkirkju stefnir að sjálfsögðu þangað. Sjá nánar á vef prófastsdæmisins.
25.09.2009
Þau Guðný, Guðrún, Herdís, Ísak, Sandra og Samúel fóru í ágúst síðastliðinn ásamt Pétri
djákna til Póllands. Erindið var að taka þátt í ungmennaskiptaverkefni með fjórum öðrum þjóðum. Upplifun þeirra er
efni fræðslukvölds í safnaðarsal Glerárkirkju miðvikudagskvöldið 28. september næstkomandi. Dagskráin hefst kl. 20:00 og er öllum opin.
Sjá einnig á www.facebook.com/glerarkirkja
18.09.2009
Í pistli dagsins á trú.is skrifar Pétur Björgvin djákni meðal annars: ,, ...vildi ég óska þess að ég væri duglegri
að hrósa öðrum. Þegar ég lít í eigin barm uppgötva ég að það kemur þó oftar fyrir að ég hrósi
einhverjum sem er að byrja eitthvað nýtt, kemur með nýung inn í starfið, gerir eitthvað bráðsnjallt og skemmtilegt."
Lesa pistilinn á trú.is