Samverur eldri borgara í Glerárkirkju

Glerárkirkja býður eldri borgara sérstaklega velkomna á síðdegissamverur sem haldnar eru reglulega í safnaðarsal kirkjunnar. Þær eru í umsjón prests eða djákna og organista. Oftar en ekki eru fengnir góðir gestir til þess að líta inn, segja sögur sínar eða flytja tónlist. Á vorönn 2010 verða þessar samverur sem hér segir: Fimmtudagur 28. janúar kl. 15:00 Fimmtudagur 18. febrúar kl. 15:00 Fimmtudagur 18. mars kl. 15:00 Fimmtudagur 15. apríl kl. 15:00 Dagur eldri borgara verður svo haldinn hátíðlegur í Glerárkirkju á uppstigningardegi, 13. maí með guðsþjónustu kl. 14:00. Kaffi og meðlæti að guðsþjónustu lokinni verður í umsjón Kvenfélagsins Baldursbrár.