08.03.2012
Miðvikudagskvöld eru fræðslukvöld í Glerárkirkju. Á vorönn 2012 er þemað ,,Vegur trúarinnar". Þann 7. mars 2012 hélt
sr. Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur í Glerárkirkju erindi sem nefndist ,,Guðrækni - að biðja og iðja" og byggði hann það m.a.
á orðum Jesú í Fjallræðunni. Hér á vefnum er nú hægt að skoða upptöku af erindi hans:
08.03.2012
Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju og Evrópufræðingur, flutti erindi um hógværð og handleiðslu á
samræðukvöldi í Glerárkirkju 29. febrúar 2012. Það var hluti af dagskránni Vegur trúarinnar.
Textinn sem lagt var út frá var Matteus 5.5-6: "Sælir eru hógværir því að þeir munu landið erfa...". Spurningarnar sem glímt var
við voru: Hvað er átt við með hinum hógværu í landinu? Hvert er siðgæði fjallræðunnar og spekirita Gamla testamentisins? Hvaða
afleiðingar hefur það fyrir líf manns að láta Guð leiða sig? Horfa má á upptöku frá kvöldinu hér á vefnum:
08.03.2012
Nú eru komnir inn listar með nöfnum fermingarbarna og fermingardegi komnir inn og þið getið nálgast þá hér
Ef þið rekist á villur, vinsamlega sendið póst á netfangið arna@glerarkirkja.is til leiðréttingar.
08.03.2012
Djáknarnir í Hallgrímskirkju og Glerárkirkju birta í dag sameiginlegan pistil á trú.is sem fjallar um þátttöku ungs fólks
í kirkjunni. Þau skrifa m.a.:
Í sóknarnefndum víða um land er að finna fólk sem stendur af heilum hug á bak við barna- og
æskulýðsstarf kirkjunnar. Fyrir það ber að þakka og hrósa. En okkar álit er að nú sé tími til að kirkjan taki skref til
viðbótar. Við teljum ekki nóg að fjallað sé um unga fólkið. Okkar álit er að nú sé tími til kominn að sýna
unga fólkinu að það er traustsins vert og skapa því rými, gefa þeim tækifæri til að axla ábyrgð.
Lesa pistil á trú.is.
07.03.2012
Samræðukvöld prófastsdæmisins halda áfram í Glerárkirkju. Miðvikudagskvöldið 7. mars er röðin komin að þeim
hjónum, sr. Gunnlaugi Garðarssyni, sóknarpresti í Glerárkirkju og dr. Sigríði Halldórsdóttur, prófessor við Háskólann
á Akureyri. Þema kvöldsins er: ,,Guðrækni, að biðja og iðja." Dagskráin hefst kl. 20:00. Allir velkomnir - heitt á könnunni.
11.03.2012
Messa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar fyrir altari, sr. Þórir Jökull Þorsteinsson prédikar. Kór Glerárkirkju syngur undir
stjórn Valmars Väljaots.
Barnastarf í safnaðarheimili á sama tíma, sameiginlegt upphaf í messu. Allir velkomnir.
05.03.2012
Í prédikun sinni í Akureyrarkirkju, í paramessu, sunnudagskvöldið 4. mars sagði sr. Hildur Eir Bolladóttir m.a.:
Það er svo mikilvægt að skapa gæði úr því sem er mögulegt, við getum ekki lifað lífi annars
fólks, og ef við streitumst við að gera það, þá er næsta víst að við höndlum aldrei hamingjuna.
Lesa prédikun á trú.is.
03.03.2012
Þessa dagana standa yfir kynningarfundir vegna kjörs biskups Íslands 2012. Upplýsingar þ.a.l. má nálgast
á vef Þjóðkirkjunnar.
02.03.2012
Til upprifjunar og eflingar á safnaðarstarfinu hafa nú verið settir tenglar á vef Glerárkirkju á helstu stefnumál Þjóðkirkjunnar.
Sjá nánar hér.
04.03.2012
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Arna Ýrr og Pétur Björgvin, djákni, þjóna. Barna- og æskulýðskórarnir leiða
söng undir stjórn Marínu Óskar auk þess sem nemendur úr Tónræktinni koma fram.
Barnastarf verður í safnaðarheimili á sama tíma, sameiginlegt upphaf í messu.
Um kvöldið verður messa kl. 20. Sr. Arna Ýrr þjónar, Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars. Allir velkomnir.