Fundir með foreldrum fermingarbarna 12. og 19. febrúar

Foreldrar barna sem fermast í Glerárkirkju vorið 2012 eru boðaðir til foreldrafunda 12. og 19. febrúar eins og fram kemur í bréfi frá prestum sem send eru heim með börnunum að loknum fræðslustundum þessa vikuna. Bréfið er einnig aðgengilegt hér á heimasíðu kirkjunnar. Akureyri, 5. febr. 2012

Til foreldra fermingarbarna í Glerárkirkju

Efni: Fundir með foreldrum í Glerárkirkju sunnudagskvöldið 12. febr. kl. 20:00 og sunnudaginn 19. febr. strax að kvöldguðsþjónustu lokinni sem hefst kl. 20:00.

  • Fermingarundirbúningurinn hefur gengið vel. Eins og undanfarin ár verða haldnir fundir með foreldrum fermingarbarna kirkjunnar. Á þessum fundum munum við ræða almennt um fermingarfræðsluna, gildi hennar og fyrirkomulag. Einnig munum við ræða um tímasetningu ferminganna sjálfra.
  • Fundurinn verður í kirkjunni sunnudagskvöldið 12. febr. kl. 20:00. Ef þú átt erfitt með þessa tímasetningu, þá er þér/ykkur velkomið að koma sunnudagskvöldið 19. febrúar og verður fundurinn þá strax að lokinni kvöldguðsþjónustu sem hefst kl. 20:00 eða hafa samband við undirrituð í síma. Fundur þessi er mikilvægur, bæði til að ná góðum tengslum, en ekki síst til að efla meðvitund okkar um mikilvægi fermingarinnar, fyrir barnið þitt og okkur öll.
  • Að lokum viljum við undirstrika mikilvægi þess að foreldrar ræki vel guðsþjónustur safnaðarins með börnunum sínum í vetur. Þátttaka í guðsþjónustunni er mikilvægur liður í fermingarundirbúningnum og hefur það ómetanlegt fordæmisgildi að foreldrar leggi því lið og komi ásamt börnum sínum. Einum klukkutíma í viku er vel varið með barni sínu í lofgjörð og bæn. Slíkt vekur og styrkir allt hið góða sem í hverri fjölskyldu býr.

Virðingarfyllst,

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, s. 464-8802 / 864-8456
Sr. Gunnlaugur Garðarsson, s. 464-8808 / 864-8455

Sjá einnig tilkynningu um skráningu á fermingardaga.