Fréttir

Messa sunnudaginn 27. mars

Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Félagar úr Kór Glerárkirkju leiða almennan safnaðarsöng undir stjórn Valmars Väljaots.  Barnastarf í safnaðarheimili á sama tíma, sameiginlegt upphaf.  Allir velkomnir.

Fundir með foreldrum fermingarbarna

Sunnudaginn 27. mars og sunnudaginn 3. apríl verða haldnir fundir með foreldrum fermingarbarna í kjölfar messu kl. 11. Umræðuefni fundanna verður tilhögun fermingarinnar, æfingar o.fl. Foreldrar geta valið hvorn fundinn sem er, eftir hentugleikum. 

Leikhópurinn Undrun skellir sér á Vestmannsvatn

Leikhópurinn Undrun sem hefur starfað með hléum í vetur í Glerárkirkju ætlar nú að skella sér á Vestmannsvatn um komandi helgi og hafa gaman saman og stunda leiklist af kappi. Brottför verður frá Glerárkirkju kl. 16:00 á föstudeginum og komið heim fyrir kvöldmat á laugardag. Umsjón með ferðinni hafa Dagný Hulda (866-9951) og Klaudia (894-7006) og gefa þær nánari upplýsingar. Athugið: Enn er hægt að bætast í hópinn sem opinn er fyrir áttundu-, níundu- og tíundubekkinga.

Söfnuðu 5.317 kr. fyrir Hjálparstarfið

Þær Rakel Ása, Berglind Eir og Linda Rós komu færandi hendi í Glerárkirkju með kr. 5.317 sem þær höfðu safnað til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. Fyrir þá upphæð er til dæmis hægt að frelsa eitt þrælabarn úr ánauð. Við í kirkjunni þökkum þeim kærlega fyrir. Nánar má fræðast um Hjálparstarf kirkjunnar á vef þeirra www.help.is.

Samfélagið skiptir máli - Þjóðgildaumræðan er mikilvæg

Næstkomandi mánudagskvöld, 21. mars kl. 20:00 er hófsemdin og samfélagið til umræðu á þjóðgildakvöldi. Sr. Dalla Þórðardóttir prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi hefur kvöldið með helgistund og innleggi út frá kristinni siðfræði um þema kvöldsins. Að helgistund lokinni er gengið í safnaðarsalinn þar sem Sigurður Guðmundsson sem situr í Bæjarstjórn fyrir hönd Bæjarlistans mun flytja framsöguerindi. Allir velkomnir, þátttaka ókeypis.

Sjálfboðaliði segir frá

Síðustu sex ár hefur Glerárkirkja tekið á móti 56 ungmennum erlendis frá. Flest hafa stoppað stutt. Erindi þeirra hefur verið að taka þátt í nokkurra daga verkefni á vegum Glerárkirkju eða í samstarfi við Glerárkirkju. Þau ungmenni sem hafa dvalið lengst (6 til 13 mánuði) hafa verið styrkt af Evrópu Unga Fólksins. Síðastliðið haust tók Glerárkirkja svo í fyrsta sinn á móti BIJ-sjálfboðaliða. Hún heitir Jessica og við báðum hana að skrifa nokkur orð um verkefnið og sýn hennar á það.

Messa kl. 11 sunnudaginn 13. mars

Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, félagar úr Kór Glerárkirkju syngja undir stjórn Valmars Väljaots. Barnastarf verður í safnaðarsal á sama tíma, sameiginlegt upphaf. Allir velkomnir.

Jafnrétti og sjálfbærni - þjóðgildaumræðan heldur áfram

Mánudagskvöldið 14. mars eru þjóðgildin jafnrétti og sjálfbærni til umræðu í Glerárkirkju. Dagskráin hefst kl. 20:00. Þar mun Andrea Hjálmsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri-Grænna flytja framsöguerindi en Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur mun vera með inngangsorð og annast stutta helgistund. Fólk er hvatt til að mæta og hlusta á góð erindi og taka þátt í umræðunni.

Myndasýning frá þemaviku fermingarbarna

Þessa dagana stendur yfir myndasýning í forkirkju Glerárkirkju. Þar sýna Maike Schäfer og Klaudia Migdal myndir sem þær tóku af fermingarbörnum kirkjunnar á þemaviku og við önnur tækifæri. Skoða má yfirlit yfir sýninguna á Facebook-síðu Glerárkirkju.

Frí í fermingarfræðslu vegna vetrarfría

Vegna vetrarfría í grunnskólum á Akureyri verður frí í fermingarfræðslunni vikuna 6. - 12. mars, þ.e. þriðjudag til fimmtudag 8. - 10. mars. Fermingarfræðslan verður síðan aftur á sínum stað í vikunni þar á eftir, þ.e. 15 - 17. mars.