Helgihald sunnudaginn 28. júní

Kvöldmessa verður í Glerárkirkju kl. 20:30. Félagar úr vélhjólaklúbbnum ,,Trúboðarnir" lesa ritningarlestra. Sr. Gunnar Sigurjónsson flytur hugleiðingu. Félagar úr Kór Glerárkirkju syngja og leiða söng. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar fyrir altari. Organisti er Hjörtur Steinbergsson. Kaffiveitingar í safnaðarsal að athöfn lokinni. Allir velkomnir.