Fréttir

Ferming laugardaginn 20. maí kl. 13:30

Laugardaginn 20. maí kl. 13:30 verður fermingarmessa í Glerárkirkju. Fermingaræfing verður föstudaginn 19. maí kl. 15.

Sunnudagurinn 14. maí messa kl 11:00

10. maí Vortónleikar Barna- og Æskulýðskórs Glerárkirkju kl. 17:30

Vorhátíð barnastarfsins 7. maí kl. 11.

Vorhátíð barnastarfs Glerárkirkju verður 7. maí frá kl. 11 - 13. Hátíðin hefst með fjölskylduguðsþjónustu, Gunnlaugur Garðarsson og Eydís Ösp Eyþórsdóttir þjóna í guðsþjónustunni. Barna - og æskulýðskór kirkjunnar syngur undir stjórn Margrétar Árnadóttur. Eftir guðsþjónustuna verður fjölbreytt dagskrá í kirkjunni - grillaðar pylsur, hoppukastalar, krökkunum boðið á hestbak o.fl. spennandi.

Vikan framundan

Að venju er fjölbreytt dagskrá þessa vikuna í kirkjunni foreldramorgunn, TTT starf, fermingar og fleira. Dagskrá vikunnar má sjá hér.

Aðalsafnaðarfundur 30. apríl kl. 17.

Aðalsafnaðarfundur verður haldinn þann 30. apríl kl. 17 í Glerárkirkju.

Sunnudagaskóli

Sunnudaginn 23. apríl verður sunnudagaskóli í kirkjunni kl. 11. Komið og eigið góða stund í kirkjunni það verður brúðuleikhús, biblíusaga og lifandi söngur.

Fermingarmessur 22. apríl og 23. apríl kl. 13:30

Laugardaginn 22. apríl og á sunnudaginn 23. apríl kl. 13:30 verða fermingarmessur í Glerárkirkju. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Fermd verða...

Fermingaræfingar á föstudaginn.

Föstudaginn 21. apríl verða æfingar vegna fermingarathafna helgarinnar. Þau sem fermast laugardaginn 22. apríl mæta á æfingu kl. 15 og þau sem fermast á sunnudaginn 23. apríl koma til æfinga kl. 16.

Kyrrðardagur á Möðruvöllum laugardaginn 29. apríl

Kyrrðardagur á Möðruvöllum verður laugardaginn 29. apríl kl. 10-17. Kyrrðardagar höfða til margra sem vilja stíga út úr skarkala hversdagsins og leita þess að styrkja samband sitt við Guð í kyrrð. Verð: 2000 kr. Skráning í síðasta lagi fyrir hádegi fimmtudaginn 27. apríl í síma 897 3302 eða gudmundur.gudmundsson(hjá)kirkjan.is og 895 6728 eða oddurbarni(hjá)gmail.com