11.04.2017
Það verður fjölbreytt helgihald í Glerárkirkju um páskana. Dagskrá vikunnar má lesa hér.
14.04.2017
Föstudagurinn langi kl. 14.
Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor, flytur erindið:
GOLGATA OG PÍSLARSAGAN MEÐ AUGUM 22. DAVÍÐSSÁLMS
- ÁHRIFASAGA SÁLMSINS Í MÁLI OG MYNDUM
05.04.2017
Á pálmasunnudag verður messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar, kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots.
Að messu lokinni er foreldrum boðið í létt spjall um atferli við fermingu.
05.04.2017
Þann 8. apríl n.k. verður fermingarmessa í Glerárkirkju. Prestar kirkjunnar þjóna og kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Fermd verða...
29.03.2017
Sunnudaginn 4. október verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og Eydís Ösp Eyþórsdóttir þjóna ásamt sunnudagaskólaleiðtogum. Barna - og æskulýðskórinn syngur undir stjórn Margrétar Árnadóttur. Klukkan 20 verður guðsþjónusta með Krossbandinu, sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar.
28.03.2017
Fermingardagar 2018 í Glerárkirkju verða með eftirfarandi hætti.
22.03.2017
Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Allir velkomnir.
17.03.2017
Messa og barnastarf verður kl. 11, n.k. sunnudag í kirkjunni. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar og kórinn syngur undir stjórn Valmars Väljaots.
17.03.2017
Nýverið var haldinn fulltrúaráðsfundur Hjálparstarfs kirkjunnar. Hér með fylgir kynning af starfi hjálparstarfsins með myndum af starfinu á yfirstandandi ári. Þetta er mikið og mikilvægt starf bæði hér á landi og erlendis sem allt kirkjufólk ætti að þekkja til.
15.03.2017
Dr. Hjalti Hugason flytur erindi á fræðslukvöldi í Glerárkirkju næskomandi miðvikudag 15. mars kl. 20: Sístæð siðbót og frelsishugsjónir nútímans: Á þjóðkirkjan að berjast fyrir mannréttindum? Í erindinu eru hugmyndir samtímans um mannréttindi skoðaðar út frá sjónarhorni lúthersku þjóðkirkjunnar. M.a. verður spurt hvort þjóðkirkjan eigi að tala máli mannréttinda og hvernig almenn mannréttindabarátta geti samrýmst kenningum og starfi kirkjunnar? Hjalti Hugason er prófessor í kirkjusögu við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.