Vilt þú taka þátt í vali á nýjum presti?

Þann 30. apríl n.k. kl. 17 verður aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðarsóknar, en fyrir dyrum stendur að kjósa nýjan prest við Glerárkirkju í stað sr. Jóns Ómars Gunnarssonar, sem hefur störf við Fella -og Hólakirkju í sumar. Samkvæmt nýjum reglum um val og veitingu prestsembætta kýs aðalsafnaðarfundur kjörnefnd, sem hefur það hlutverk að velja prest. Í kjörnefnd Glerárprestakalls eiga að sitja 17 aðalmenn og 11 varamenn, allt sóknarfólk 16 ára og eldri sem tilheyrir þjóðkirkjunni hefur rétt til að bjóða sig fram í kjörnefnd. Á aðalsafnaðarfundi þann 30. apríl á að kjósa í öll sæti aðal -og varamanna til 2019, hafir þú á huga á því að gefa kost á þér til kjörnefndarstarfa mátt þú gjarnan láta vita af þér og senda póst með upplýsingum á glerarkirkja(hjá)glerarkirkja.is eða með því að hringja í síma 4648800.

Frekari upplýsingar veitir formaður sóknarnefndar Vilhjálmur G. Kristjánsson (villi(hjá)vma.is).

Íbúar á Akureyri, norðan Glerár sem tilheyra Lögmannshlíðarsókn og eru 16 ára og eldri geta boðið sig fram til starfa í kjörnefnd. 

Upplýsingar um verkefni, kosningu og ábyrgð kjörnefndar má finna hér.