Útvarpsguðsþjónustur í umsjá Glerárkirkju

Dagana 12. og 26. júlí voru fluttar útvarpsguðsþjónustur á RÚV í úmsjá Glerárkirkju. Guðsþjónusturnar voru hljóðritaðar í Akureyrarkirkju í júní. Kór Glerárkirkju söng við guðsþjónusturnar undir stjórn Valmars Väljaots, organista. Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, og sr. Jón Ómar Gunnarsson, prestur við Glerárkirkju, þjónuðu ásamt Anítu Jónsdóttur og Hermanni R. Jónssyni meðhjálpurum.

Þann 12. júlí var flutt guðsþjónusta þar sem að sr. Guðmundur Guðmundsson þjónaði og predikaði. Kór Glerárkirkju söng undir stjórn Valmars Väljaots og Petru B. Pálsdóttur. Guðsþjónustuna má enn nálgast til hlustunar á vef RÚV hér. Predikum sr. Guðmundur er einnig aðgengileg á vefnum tru.is hér.

Þann 26. júlí var flutt messa. Sr. Jón Ómar Gunnarssons þjónaði ásamt Anítu Jónsdóttur, meðhjálpara. Kór Glerárkirkju söng undir stjórn Valmars Väljaots. Messan er aðgengileg til hlustunar á vef RÚV hér. Predikun sr. Jóns Ómars má lesa hér á vefnum trú.is.