Sr. Vigfús Ingvarsson fjalla um íhugun og andlega fylgd

Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson, fyrrum sóknarprestur á Egilsstöðum, er með næsta erindi á fyrirlestraröðinni Kristin íhugun og bæn. Fyrirlesturinn verður miðvikudaginn 12. mars í Glerárkirkju kl. 20-22. Hann nefnir erindi sitt: Íhugun og andleg fylgd samkvæmt hefð Ignatiusar Loyola en Nonni (Jón Sveinsson) var af reglu hans.

Á síðastliðnu ári skrifaði sr. Vigfús mastersritgerð um bænahefð Loyola, reglu Jesúíta. Hann hefur í starfi sínu lagt áherslu á andlega iðkun. Hann er okkur að góðu kunnur því fyrir nokkrum árum flutti hann erindi á fræðslukvöldi í Glerárkirkju um Hinn boðandi söfnuð. Það má nefna það að sr. Jón Sveinsson hélt slíkar æfingar innan sinnar reglu sem sr. Vigfús mun kynna næstkomandi miðvikudagskvöld. En regla hans var öflug kristniboðsregla innan kaþólsku kirkjunnar.

Frekari upplýsingar um fræðslukvöldin