Erindi sr. Gunnlaugs um bæn hjartans: Jesúbænina

Þar segir hann frá heimsóknum sínum í klaustur rétttrúnaðarkirkjunnar á Aþos-skaganum á Grikklandi, klaustrinu á eyjunni Patmos, Vallamo í Finnlandi og klaustri sem Arkimadrita Sofroni stofnaði þar sem hann hefur dvalið reglulega. Stofnandi klaustursins hefur tekið saman merkan texta um Jesúbænina eftir kenniföður sinn, heilögan Silouan.

Sr. Gunnlaugur fór svo yfir Biblíutexta sem liggja Jesú-bæninni til grundvallar, jafnframt deildi hann með áheyrendum sínum þekkingu sinni og reynslu af iðkun á bæn hjartans eins og hann hafði tileinkað sér í helgihaldi og iðkun í rétttrúnaðarkirkjunnar. Honum tekst vel að miðla þessari miklu bænahefð og leiðbeina um notkun Jesúbænarinnar.