Fréttir

Fundir með foreldrum fermingarbarna 12. og 19. febrúar

Foreldrar barna sem fermast í Glerárkirkju vorið 2012 eru boðaðir til foreldrafunda 12. og 19. febrúar eins og fram kemur í bréfi frá prestum sem send eru heim með börnunum að loknum fræðslustundum þessa vikuna. Bréfið er einnig aðgengilegt hér á heimasíðu kirkjunnar.

Tilviljun? í heimsókn - myndir

Þemaviku fermingarbarna lauk með heimsókn frá hljómsveitinni Tilviljun? í Glerárkirkju, sunnudaginn 5. febrúar 2012. Hljómsveitin sá um tónlistina í fjölskylduguðsþjónustu kl. 11:00 ásamt Barnakór Glerárkirkju og Æskulýðskór Glerárkirkju, en kórunum stjórnar Marína Ósk. Um kvöldið var svo guðsþjónustu kl. 20:00 þar sem nokkur fermingarbörn tóku lagið með hljómsveitinni. Við þökkum Tilviljun? kærlega fyrir komuna og öllum fyrir þátttökuna. Hér á vef kirkjunnar eru nokkrar myndir frá deginum. Fleiri myndir má skoða á: flickr.com

Sunnudagurinn 5. febrúar

Fjölskylduguðsþjónusta og barnastarf kl. 11:00 Hljómsveitin Tilviljun? sér um tónlist og söng ásamt Barnakór Glerárkirkju og Æskulýðskór Glerárkirkju, en kórarnir koma fram undir stjórn Marínu Óskar Þórólfsdóttur. Kvöldguðsþjónusta klukkan 20:00. Fermingarbörn taka virkan þátt. Hljómsveitin Tilviljun? sér um tónlistina ásamt fermingarbörnum.