Fréttir

Heimsóknir í Glerárkirkju á aðventu 2010

Á aðventu 2010 stendur hópum frá félagasamtökum, vinnustöðum, úr leikskólum og skólum sem fyrr til boða að taka þátt í skipulagðri dagskrá í Glerárkirkju. Tekið er á móti hópum frá föstudeginum 3. desember og fram til fimmtudagsins 16. desember.

Hvert stefnir kirkjan?

Á mánudagskvöldið 11. október kl. 20:00 verður fyrsta erindið í röð erindi undir fyrirsögninni: Fylgjum kindagötunni fyrst hún er þarna. Hvert er þjóðkirkjan að fara? Ræður stefnumótun eða stefnuleysi?Framsögumaður verður sr. Jón A. Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal.

Söfnunarátak: Vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar

Fermingarbörn úr Glerárkirkju munu ganga í hús í sókninni þriðjudaginn 2. nóv., miðvikudaginn 3. nóv. og fimmtudaginn 4. nóv., hvern dag frá 17:30 til 21:00. Sjá nánar í frétt á vef prófastsdæmisins.