Hvert stefnir kirkjan?

Á mánudagskvöldið 11. október kl. 20:00 verður fyrsta erindið í röð erindi undir fyrirsögninni: Fylgjum kindagötunni fyrst hún er þarna. Hvert er þjóðkirkjan að fara? Ræður stefnumótun eða stefnuleysi?Framsögumaður verður sr. Jón A. Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal.  Í erindi sínu gefur biskupinn yfirlit yfir helstu verkefni og áskoranir kirkjunnar frá sínu sjónarhorni og í ljósi stefnumótunar kirkjunnar. Að loknu kaffihléi mun Sunna Dóra Möller guðfræðinemi bregðast við erindinu áður en almennar umræður taka við.

Sjá nánar á vef Eyjafjarðarprófastsdæmis.