Fréttir

Messa í Glerárkirkju.

Sunnudaginn 10. nóvember kl: 11.00 verður messa í Glerárkirkju. Kór Kirkjunnar leiðir almennan söng. Hann mun syngja lög frá ýmsum heimshornum til að minna á að kirkjan er alþjóðleg og á að ná til allra þjóða. Sr. Guðmundur Guðmundsson þjónar og kynnir kristniboðsstarf. Sunnudagsskóli kl: 11.00 Sameiginlegt upphaf í messu. Allir velkomnir.

Umræðukvöld um kristna trú byrja 6. nóv. kl. 20

Í nóvember verða umræðukvöld um kristna trú sem nefnd eru "Leiðsögn á lífsins vegi", næstu þrjú miðvikudagskvöld kl. 20:00-21:30. Með þessum kvöldum viljum við skapa vettvang til umræðu um nokkur grundvallaratriði trúarinnar. Samverurnar byggjast á inngangserindi, umræðum og upplifun og þátttöku í helgihaldi. Vekjum við sérstaklega athygli foreldra fermingarbarna á þessum kvöldum sem tækifæri til að ræða þau atriði sem börn þeirra eru að tileinka sér í fermingarfræðslunni. Þetta er fullorðinsfræðsla þar sem tækifæri gefst til skoðanaskipta og gagnrýninnar umræðu.