Umræðukvöld um kristna trú byrja 6. nóv. kl. 20

Í nóvember verða umræðukvöld um kristna trú sem nefnd eru "Leiðsögn á lífsins vegi", næstu þrjú miðvikudagskvöld kl. 20:00-21:30. Með þessum kvöldum viljum við skapa vettvang til umræðu um nokkur grundvallaratriði trúarinnar. Samverurnar byggjast á inngangserindi, umræðum og upplifun og þátttöku í helgihaldi. Vekjum við sérstaklega athygli foreldra fermingarbarna á þessum kvöldum sem tækifæri til að ræða þau atriði sem börn þeirra eru að tileinka sér í fermingarfræðslunni. Þetta er fullorðinsfræðsla þar sem tækifæri gefst til skoðanaskipta og gagnrýninnar umræðu.  

Kvöldin eru þannig að í upphafi er innlegg, svo eru kaffiveitingar, og þar á eftir umræður í hópum. Kvöldin enda með fjölbreytilegri helgistund þar sem leiðbeint verður í kristinni íhugun, um notkun bænabands og fyrirbænaþjónustu kirkjunnar. Best er að fylgja námskeiðinu öll þrjú kvöldin en þau sem ekki hafa tækifæri til þess er velkomið að koma stök kvöld.  

Dagskrá: 

Miðvikudaginn 6. nóvember kl. 20
GILDISMAT OG SKÖPUN GUÐS

Miðvikudaginn 13. nóvember kl. 20
TRÚIN Á JESÚ

Miðvikudaginn 20. nóvember kl. 20
BÆN OG ÍHUGUN

Ekki er þörf að skrá sig en að mæta þegar tækifæri gefst með góða skapið og spurningar sínar og vangaveltur. 

Umsjón með kvöldunum hafa Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni og Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur 

Bréf til foreldra fermingarbarna

Auglýsing á umræðukvöldunum