Fréttir

Kvöldguðsþjónusta sunnudaginn 13. október kl. 20

Messan verður með léttu sniði, við notum nýju sálmabókina og lærum fullt af nýjum sálmum, og sr. Arna flytur videóprédikun um það að játa trúna.

Messa sunnudaginn 13. október kl. 11

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng.

Fermingarferðalög á Löngumýri

Nú standa fyrir dyrum fermingarferðalög þeirra barna sem eru í fermingarfræðslu í Glerárkirkju. Farið verður á mánudag og þriðjudag í næstu viku, (Glerárskóli og Síðuskóli) og mánudag í þarnæstu viku (Giljaskóli) Engin hefðbundin fermingarfræðsla verður því í næstu viku (13. - 20. okt).

6 - 9 ára starfið byrjar!

Nú hefjum við starf fyrir krakka í 1. - 4. bekk. Það er á fimmtudögum kl. 15 í Glerárkirkju.

Fræðslukvöldin hefjast aftur

Nú hefja göngu sína á ný hin sívinsælu fræðslukvöld Glerárkirkju í samvinnu við Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.