Fréttir

Messa og aðalsafnaðarfundur

Sunnudaginn 10. maí verður messa kl. 11. Eftir messu verður aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðar-sóknar. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar í messunni, kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

Biskup Íslands predikar í Glerárkirkju

Sunnudaginn 3. maí predikar biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, við kvöldmessu í Glerárkirkju kl. 20:30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Jón Ómar Gunnarsson þjóna við messuna ásamt Sunnu Kristrúnu Gunnlaugsdóttur, djákna, Að messu lokinni verður veglegt messukaffi í boði safnaðarins. Allir velkomnir.