Fréttir

Safnað til stuðnings hjálparstarfi!

Dagana 2. og 3. nóvember gengu fermingarbörn frá Glerárkirkju í hús norðan Glerár og söfnuðu til stuðnings vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu. Áður en börnin gengu í hús fengu þau fræðslu um það hvernig vatnsþró, vatnstankur eða brunnur með hreinu vatni getur gjörbreytt lífi fólks til hins betra: Heilsufar batnar; stúlkur sem áður sóttu vatn um langan veg fá tíma til að sækja skóla; með áveitu verður til meiri og betra fæða og svo koll af kolli. Þeir sem ekki voru heima geta stutt við verkefnið með því að leggja inn á söfnunarreikning Hjálparstarfs kirkjunnar: 0334 - 26 - 56200, kt. 450670-0499.

Hjónakvöld á miðvikudagskvöldum í nóvember

Hjónakvöldin eru jákvætt námskeið fyrir pör sem vilja vinna að sambandinu og gera gott samband enn þá betra. Hjónakvöldin eru ætluð öllum, bæði þeim sem vilja styrkja góða sambúð sem hinum er ratað hafa í erfiðleika. Fólk á öllum aldri hefur sótt þessi námskeið, allt frá ungum pörum á leið í hjónaband sem hjónum er hafa verið gift í fjölmörg ár.