Hinn boðandi söfnuður

Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson
Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson

ATH: NÝ DAGSETNING: 3. Apríl! Kjarni boðunarstarfs kirkjunnar er prédikun fagnaðarerindisins - að kalla fólk til trúar á Jesú Krist og til þátttöku í hinu nýja samfélagi í Kristi. Með einkunnarorðum sínum ítrekar þjóðkirkjan að hún er boðandi kirkja. Miðvikudagskvöldið 3. apríl mun sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson, fv. sóknarprestur á Egilsstöðum flytja erindi sem nefnist ,,hinn boðandi söfnuður" en erindið er hluti af fræðslukvöldaröð prófastsdæmisins og Starfs- og leikmannaskóla kirkjunnar sem fer fram þessar vikurnar að frumkvæði Glerárkirkju. Dagskráin hefst kl. 20:00 með helgistund í umsjón sr. Gunnlaugs Garðarssonar sem einnig leiðir umræður að kaffihléi loknu. Það eru allir hjartanlega velkomnir í Glerárkirkju þetta kvöld. Aðgangur er ókeypis en tekið er á móti frjálsum framlögum í kaffisjóð.