Orð Guðs í nútímanum - Boðunin í hnotskurn

Sr. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga flytur erindi á fræðslukvöldi í Glerárkirkju, miðvikudagskvöldið 13. mars 2013 kl. 20:00. Yfirskrift erindisins er ,,Orð Guðs í nútímanum - Boðunin í hnotskurn" og er erindið það fimmta af samtals átta erindum sem flutt verða vorið 2013 í Glerárkirkju um hina biðjandi, boðandi og þjónandi kirkju. Fræðslukvöldin eru samstarfsverkefni Starfs- og leikmannaskóla þjóðkirkjunnar, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastdæmis og Glerárkirkju. Upptökur af erindum kvöldanna eru birt á kirkjan.is/sjonvarp.