Séra Helga hóf störf við Glerárkirkju í september 2022. Hún hefur starfað í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu í mörg ár og hefur auk þess framhaldsmenntun í sálgæslu.
Séra Magnús mun starfa í Glerárkirkju við afleysingar. Hann er þaulreyndur prestur og sálgætir með framhaldsmenntun í orgeltónlist.
Hægt er að bóka viðtal eða athafnir hjá Magnúsi með því að hafa samband við hann beint.
Séra Sindri Geir hefur starfað í Glerárkirkju frá ársbyrjun 2020, þar áður var hann Sjúkrahúsprestur og hóf prestsþjónustu í Noregi árið 2016. Hann er með framhaldsmenntun í sáttamiðlun og leiðtogafræðum.
Hægt er að hafa samband við sr. Sindra beint til að bóka viðtal eða athafnir.