Erindi Þórgnýs Dýrfjörð um guðshugmyndir komið á vefinn

Miðvikudagskvöldið 24. október flutti Þórgnýr Dýrfjörð heimspekingur erindi í Glerárkirkju um guðsmyndir og mannskilning. Erindið er hluti af umræðukvöldaröð sem stendur yfir þessar vikurnar undir yfirskriftinni "Hvað er kristin trú?" og byggja umræðurnar á samnefndri bók eftir Halvor Moxnes, norskan guðfræðiprófessor sem horfir mjög gagnrýnum augum á margt sem tengist kristni og biblíuskilningi. Dagskráin hefst kl. 20:00. Vel fyrir níu er tekið kaffihlé og að því loknu taka við óformlegar umræður um skoðanir Moxnes. Næsta miðvikudagskvöld flytur frú Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal erindi um Sjálfskilning, siðfræði og sjálfsmynd. 

Til umræðu næsta kvöld eru sérstaklega eftirfarandi spurningar:

  • Felur kall Krists um samfylgd við sig í sér siðferðilega kröfur?
  • Eru helgiathafnir kirkjunnar burðarstólpar í lífi okkar?
  • Er hægt að segja já við eigin trú og viðurkenna um leið aðra trú?

Það eru allir velkomnir á umræðukvöldin, aðgangur er ókeypis en tekið er á móti frjálsum framlögum í kaffisjóð.

Upptökur frá fyrstu tveimur fræðslukvöldunum eru aðgengilegar hér á vefnum:

Dagskrá kvöldanna má nálgast hér.