Erindi sr. Maríu Ágústsdóttur um biblíutúlkun aðgengilegt á netinu

Miðvikudagskvöldið 17. október hélt sr. María Ágústsdóttir erindi á fræðslukvöldi prófastsdæmisins í Glerárkirkju sem fjallaði um biblíutúlkun og byggði erindið að stórum hluta á öðrum kafla úr bók Halvors Moxnes "Hvað er kristin trú?" 27 manns sátu þennan fræðslufund sem var annar fundurinn í átta umræðukvöldaröð. Næst mun Þórgnýr Dýrfjörð heimspekingur fjalla um Guðsmyndir og mannskilning og fer fyrirlesturinn hans fram miðvikudagskvöldið 24. október. Erindin eru birt jafnóðum á glerarkirkja.is og er nú hægt að horfa á erindi Maríu hér á vefnum, en einnig má skoða nokkrar myndir frá kvöldinu hér.