Skráning í haustferð verðandi fermingarbarna hafin

Þeim sem fæddir eru 1999 og búa í sókninni barst nýverið boðsbréf frá æskulýðsstarfi Glerárkirkju þar sem sagt er frá ferð á Hólavatn um miðjan ágústmánuð fyrir verðandi fermingarbörn og aðra áhugasama einstaklinga úr 1999-árganginum. Ferðin er ekki formlegur hluti af fermingarfræðslunni en öllum úr árganginum er hjartanlega velkomið að koma með í ferðina, óháð því hvort þau séu að hugsa um að fermast eða ekki.

Sjá nánar hér.