Kynning á æskulýðsstarfinu fyrir verðandi fermingarbörn

Þeim sem fæddir eru 1999 og búa í sókninni ætti að berast boðsbréf í vikunni frá æskulýðsstarfi Glerárkirkju þar sem sagt er frá ferð á Hólavatn um miðjan ágústmánuð fyrir verðandi fermingarbörn og aðra áhugasama einstaklinga úr 1999-árganginum. Ferðin er ekki formlegur hluti af fermingarfræðslunni en öllum úr árganginum er hjartanlega velkomið að koma með í ferðina, óháð því hvort þau séu að hugsa um að fermast eða ekki. Upplýsingar um fermingarfræðsluna verða birtar á vef Glerárkirkju þegar nær dregur, en dagsetningar fermingarathafna voru tilkynntar um áramótin síðustu.

Farnar verða þrjár ferðir:

  • Krökkum úr Glerárskóla er boðið með 14. ágúst (Brottför frá Glerárkirkju 16:30) til 15. ágúst (Komið til baka kl. 12:00)
  • Krökkum úr Giljaskóla er boðið með 15. ágúst (Brottför frá Glerárkirkju 16:30) til 16. ágúst (Komið til baka kl. 12:00)
  • Krökkum úr Síðuskóla er boðið með 16. ágúst (Brottför frá Glerárkirkju 16:30) til 17. ágúst (Komið til baka kl. 12:00)
  • Þeim sem búa í hverfinu en sækja engan af ofangreindum skólum sem og þeim sem búa ekki í hverfinu en ætla að fermast í Glerárkirkju er bent á að velja einn af ofangreindum hópum og skrá sig í þá ferð.

Skráning fer fram á netfangið glerarkirkja [hjá] glerarkirkja.is. Síðasti skráningardagur er 10. ágúst. Þátttökugjaldið er 3.000 og greiðist við brottför. Við getum haft þetta svona lágt þar sem styrkur frá Samherja nýtist til niðurgreiðslu á ferðinni. Hægt er að sækja um niðurfellingu á þátttökugjaldi vegna fjárhagsörðugleika. Þeim sem það vilja þiggja er bent á að hafa samband við Pétur Björgvin djákna (petur [hjá] glerarkirkja.is / 864 8451)

Ferðin er skipulögð og henni stjórnað af Pétri Björgvini Þorsteinssyni, djákna í Glerárkirkju. Auk hans kemur starfsfólk sumarbúðanna við Hólavatn að dagskrá og matseld sem og Marína Ósk Þórólfsdóttir, kórstjóri Barna- og Æskulýðskóra Glerárkirkju.

Hér á netinu má einnig nálgast pdf-skjal sem inniheldur boðsbréf það sem borið er út til forráðafólks þeirra sem eiga börn fædd 1999 og búa í sókninni.

P.S. KFUM og KFUK stendur fyrir sumarbúðastarfi á Hólavatni í sumar eins og undanfarin ár, en nú hefur nýbygging verið tekin í notkun og aðstaðan gerbreytt. Sjá nánar á vef þeirra.