Nýtt ár og nóg um að vera í kirkjunni

Gleðilegt nýtt ár, við skulum biðja og vona að það verði sem flestum farsælt og blessunarríkt. Í Glerárkirkju munum við áfram leitast við að bjóða upp á fjölbreytt og lifandi starf fyrir alla aldurshópa. Með starfinu viljum við efla og styðja við mannlífið í hverfinu og miðla trúnni á þann Guð, sem kemur til okkar í Jesú Kristi. 

Í vetur verður spennandi barnastarf í kirkjunni og hefst það allt 10. janúar með sunnudagaskóla kl. 11. Fyrsta samvera GlerUnga fyrir 1. - 4. bekk verður mánudaginn 11. janúar kl. 15. Samverur fyrir 5. - 6. bekk hefjast fimmtudaginn 14. janúar kl. 15. Sjöan fyrir 7. bekk hittist föstudaginn 15. janúar kl. 15.

Æskulýðsstarfið hefst fimmtudaginn 7. janúar. Fyrsta samvera UD Glerá fyrir 8. - 10. bekk verður í Sunnuhlíð (félagshúsi KFUM og KFUK) kl. 20 - 21:30 fimmtudaginn 7. janúar. UD Glerá er sameiginlegt æskulýðsstarf KFUM og KFUK og Glerárkirkju. Klúbburinn fyrir framhaldsskólanema hefst föstudaginn 8. janúar í Sunnuhlíð kl. 20, Klúbburinn er starf á vegum KFUM og KFUK á Akureyri.  

Barna - og æskulýðskórar byrjar að æfa miðvikudaginn 13. janúar. 

Foreldramorgnar hefjast fimmtudaginn 7. janúar. 

Hjónakvöldin hefjast á ný 13. janúar kl. 20 og standa yfir til 27. janúar. 

Hádegissamverur eru hafnar á ný og verða alla miðvikudaga kl. 12 í vetur.