Hádegissamvera

Á hádegi á miðvikudögum yfir vetrartímann, er kyrrðar og tilbeiðslustund í kirkjunni ásamt altarisgöngu. Síðan er boðið upp á léttan hádegisverð og spjall í safnaðarsal.

Auk þess eru gjarnan bænastundir í tengslum við allt annað starf í kirkjunni. Helgihald Glerárkirkju er auglýst í Dagskránni sem borin er í hvert hús á Akureyri á miðvikudögum og má nálgast þær auglýsingar á dagskrain.is.