Fermingar 2013

Á síðustu árum hefur það færst í vöxt að fólk vilji vera tímanlega í því að undirbúa fermingardagana. Til þess að koma til móts við þær fjölskyldur höfum við í Glerárkirkju nú um árabil birt upplýsingar um fermingardagana í Glerárkirkju með rúmlega árs fyrirvara. Hér koma upplýsingar um fermingar í Glerárkirkju árið 2013.

 Fermingarathafnir í Glerárkirkju 2013


6. apríl, laugardagur, Giljaskóli 8. KJ
7. apríl, sunnudagur, Glerárskóli 8. BP

13. apríl, laugardagur, Glerárskóli 8. IKG
14. apríl, sunnudagur, Síðuskóli 8. HF

20. apríl, laugardagur, Síðuskóli 8. HK
21. apríl, sunnudagur, Giljaskóli 8. SA

18. maí, laugardagur um Hvítasunnu, aukaferming.

ATH: Allar fermingarathafnir í Glerárkirkju eru klukkan hálf tvö (13:30). Öllum sem kjósa að fermast í Glerárkirkju er frjálst að velja hvaða fermingardag sem er, en til hægðarauka höfum við þann háttinn á að skipta dögunum upp eftir skólum. Ekki er hægt á þessum tímapunkti að skipta upp eftir bekkjum því ekki liggur fyrir fyrr en í ágúst 2012 hversu margir bekkir eru í hverjum skóla og hvaða nöfn þeir bekkir bera. Alla jafna er hafður sá háttur á að bekkurinn sem er fyrr í stafrófsröð á fyrri fermingardag viðkomandi skóla (Dæmi: Ef í Síðuskóla væru tveir bekkir, 8.DE og 8.ÞÆ, þá væri 8.DE á fyrri fermingardegi Síðuskóla).