Kirkjustarf í samkomubanni.

Kirkjustarf í samkomubanni.
Meðan samkomubann varir er Glerárkirkja lokuð en síminn okkar er opinn alla virka daga frá kl. 08:00-16:00.
Hægt er að hringja eða senda tölvupóst á glerarkirkja@glerarkirkja.is til að panta símtal frá presti eða djákna.

Þetta undarlega ástand magnar upp einsemd, kvíða og óvissu, því verður sérstakur sálgæslu sími starfræktur næstu vikur þar sem prestar og djákni kirkjunnar taka við símtölum milli kl. 10:00 og 13:00.
Sálgæslu símanúmerið er: 464-8801

 

Foreldrar athugið – við erum með streymi á facebook frá barnastarfi kirkjunnar bæði mánudaga og fimmtudaga.
Komandi sunnudag verður útsending frá helgistund í kirkjunni kl. 11:00, bæði á vefsíðu Glerárkirkju og á facebook síðu kirkjunnar.

Munum að við erum öll almannavarnir, liður í því er að huga að öllum þeim sem gætu einangrast í svona ástandi. Verum dugleg að hringja í fólk og heyra í þeim sem eru ein eða kvíðin – eitt símtal getur dimmu í dagsljós breytt.

Góðar kveðjur frá Glerárkirkju.