Hljóðfæri

Í Glerárkirkju er Allen rafmagnsorgel sem keypt var nýtt snemma árs 1988 og einnig á kirkjan Kawai flygil, Hyundai píanó og Korg rafmagnspíanó.

Áskell Jónsson organisti í Lögmannshlíðarsókn frá 1945 til 1987 stofnaði ásamt konu sinni Sigurbjörgu Hlöðversdóttur Orgelsjóð Glerárkirkju árið 1986. Markmið sjóðsins er að stuðla að því að kirkjan eignist gott pípuorgel.

Til styrktar sjóðnum hafa verið gerð gjafa og minningakort og er hægt að fá þau í Glerárkirkju. Einnig er hægt að leggja inn á bankareikning númer 162-18-465112 í Landsbanka Íslands.                         

Kennitala sjóðsins er 680394-2539.