Skráning í fermingarfræðslu og á fermingardaga 2026.
Ef þið skráið barnið ykkar á marga daga til að taka frá pláss gildir fyrsta skráning og öðrum verður eytt - hafið samband við prestana til að færa barn milli daga.
29.mars – Pálmasunnudagur kl.10:30
29.mars – Pálmasunnudagur kl.12:30
2.apríl – Skírdagur kl.10:30
2.apríl – Skírdagur kl.12:30
18.apríl – laugardagur kl.10:30
18.apríl – laugardagur kl.12:30
24.maí - Hvítasunnudagur í Lögmannshlíðarkirkju kl.10:30
24.maí - Hvítasunnudagur í Lögmannshlíðarkirkju kl.12:30
Smellið hér til að skrá barn í fræðslu ef þið ætlið að velja dag síðar.
Þegar þið skráið barn á dag eruð þið sjálfkrafa að skrá það í fermingarfræðsluna, svo það þarf ekki að skrá það sérstaklega í hana.
Vatnaskógur í lok sumars
Við byrjum fræðsluna af krafti með helgarferð í Vatnaskóg þar sem verður fjör og fræðsla frá morgni til kvölds. Staðurinn er algjör paradís, hægt að fara á bátum út á vatnið, það eru hoppukastalar í íþróttahúsinu og fræðslan gefur góðan grunn fyrir það sem við ætlum að gera í vetur.
Þegar nær dregur fáið þið ítarlegri upplýsingar um kostnað og skipulag.
Fermingarfræðslan
Sunnudagurinn 7. september kl.13:00 – Útskýringarmessa : allur fermingarhópurinn mætir.
14/15. október kl.18:00-21:00 – fermingarfræðsla í Glerárkirkju
11/12. nóvember kl.18:00-21:00 – fermingarfræðsla í Glerárkirkju
Sunnudagurinn 30.nóvember kl.18:00 – aðventukvöld
9/10. desember - kl.18:00-21:00 – fermingarfræðsla í Glerárkirkju
-
10/11.febrúar - kl.18:00-21:00 – fermingarfræðsla í Glerárkirkju
1.mars – æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar – kl.11:00: allur fermingarhópur tekur þátt.
6-7. mars 14:00-14:00 – sólarhrings dansmaraþon til styrktar hjálparstarfi kirkjunnar
Komandi vetur verður öll fermingarfræðslan byggð upp á samveru, tengslum og nánd foreldra og ungmenna, þ.e.a.s. að börnin koma aldrei ein í fræðsluna, það er alltaf einhver fullorðinn með þeim, hvort sem það eru amma/afi eða foreldri. Þetta verða fjórar svona fræðslustundir yfir veturinn og þær byggjast upp á því að við borðum saman og svo vinna foreldrar og börn saman að verkefnum sem snúa að lífsviðhorfum, gildum, spurningum um tilgang, glímurnar í lífinu og samskipti.
Af hverju að gera þetta svona?
Í æskulýðsrannsókn frá 2020 kemur skýrt fram að unglingar vilja meiri tíma með foreldrum sínum. Í fermingarfræðslunni erum við að tækla tilvistarspurningar og ræða hluti sem eru ekkert endilega ræddir annarsstaðar. Það að þið takið þátt í þessu með börnunum er til þess gert að styrkja tengsl. Allt í allt er þessi nálgun lýðheilsueflandi á tímum þegar rannsóknir sýna rauð flögg varðandi aukið ofbeldi ungmenna og minnkandi samkennd.
Facebook hópur fyrir foreldra og forráðamenn
Við reynum að vera í góðu tölvupóstssambandi við foreldra og forráðamenn yfir veturinn, en það hefur líka reynst vel að nýta Facebook til þess, því hvetjum við ykkur til að finna hópinn „Fermingarhópur Glerárkirkju 2026“(tengill) og sækja um aðgang að honum.
Allar upplýsingar um fermingarfræðsluna og fermingarna verður undir hnappinum „Fermingar“ á heimasíðunni okkar, glerarkirkja.is
Kostnaður
Fræðslugjaldið fyrir veturinn er 25.000 kr og fer sá kostnaður í ýmis útgjöld vegna utanumhalds, skipulags og í að fá inn fermingarfræðara sem starfa með prestunum við fræðsluna.
Reikningsnúmer og kennitala er
0565-26-1092
450269-2479
Æskilegt er að greiða gjaldið í haust þegar fræðslan hefst, en hægt er að skipta greiðslunni í tvennt og greiða þá í upphafi hvorrar annar.
Ef það er erfitt að greiða gjaldið vegna einhverra ástæðna er um að gera að heyra í okkur prestunum og við leysum það.
Ef það eru einhverjar spurningar eða vangaveltur er hægt að senda póst á sindrigeir@glerarkirkja.is