Fermingarfræðsla - fermingardagur valinn síðar

Smellið á "senda" neðst í skjalinu til að senda það inn.
Staðfesting á skráningu ætti að berast í tölvupósti.


Ferming er staðfesting á skírninni, þau fermingarbörn sem ekki eru skírð geta tekið skírn í vetur ef þau ákveða að fermast.
Hægt er að fá upplýsingar hjá kirkju eða presti sem skírði barnið.

Við þurfum hér að fá upplýsingar um báða foreldra barns ef það á við


 


Þau sem ekki vilja nafn eða myndbirtingu þurfa ekki að haka við neitt hér.

Nánar:

Glerárkirkja starfar á grundvelli laga um stöðu, stjórn og starfshætti Þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, annarra skyldra laga, reglugerða og starfsreglna Kirkjuþings sem eiga sér stoð í lögum. Þegar um ræðir vinnslu persónuupplýsinga er fylgt eftir lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.
Í tengslum við fermingar eru persónuupplýsingar unnar sem liður í lögmætri starfsemi og/eða á grundvelli samþykkis viðkomandi. Þær upplýsingar sem hér er safnað eru jafnframt skráðar í prestsþjónustubók, lögum samkvæmt.

Hér eru forráðamenn fermingarbarns beiðnir um að taka afstöðu til þess hvort hvort kirkjunni sé heimilt að miðla hópmyndum úr fermingarstörfunum og hvort kirkjunni sé heimilt að miðla tilteknum upplýsingum um ferminguna, slíkt er eingöngu gert á grundvelli samþykkis. Vakin er athygli á því að slík samþykki eru ekki skilyrði þess að fá að fermast eða taka þátt í fermingarstarfinu að neinu leyti.
Samþykki sem hér eru gefin gilda vegna viðkomandi fermingu en heimilt er að draga gefið samþykki til baka hvenær sem er, slíkt skal gert með skriflegum hætti. Afturköllun samþykkis hefur þó ekki áhrif á lögmæti vinnslu sem heimiluð er á grundvelli samþykkis fram að afturkölluninni, sbr. 3. mgr. 10. gr. persónuverndarlaga.

Við miðum við að fermingarbörn þurfi sjálf að veita samþykki fyrir miðlun umræddra upplýsinga og biðjum við því foreldri að ræða samþykki þetta og fara yfir með barni sínu. Ekki skal haka við atriði hér á eftir sé barnið ósammála foreldri sínu.
Persónuverndarstefnu þjóðkirkjunnar má finna neðst á heimasíðunni www.kirkjan.is.