Vortónleikar Kórs Glerárkirkju

Vortónleikar Kórs Glerárkirkju verða haldnir laugardaginn 14. maí kl. 16.00.  Stjórnandi er  Valmars Väljaots og undirleikari Petra Björk Pálsdóttir. Efnisskráin er fjölbreytt blanda kirkjulegs og veraldlegs efnis. Má þar nefna verk eins og  Komm, Jesu, komm eftir Johann Sebastian Bach,  Ég man hverja stund eftir Jón Kell,  Thank you for the music, hið alþekkta Abbalag eftir Benny Anderson & Björn Ulvaeus  og Locus iste eftir Anton Brucner. Við fáum góða heimsókn því Sönghópurinn Veirurnar undir stjórn Guðbjargar Tryggvadóttur mun líta við hjá okkur eftir tónleika sem þau eru með í Hofi kl. 14.00 . Þau flytja nokkur lög af sinni efnisskrá og að lokum syngja kórarnir saman eitt lag.   Miðaverð er krónur 1.500.- Við getum því miður ekki tekið greiðslukort Hlökkum til að sjá ykkur! Með kveðju frá félögum og stjórnanda Kórs Glérárkirkju:o)