Vortónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis

Karlakór Akureyrar-Geysir heldur vortónleika sína í Glerárkirkju, laugardaginn 5. maí og hefjast þeir kl. 15:00. Þar verða sungin lög úr öllum áttum, hefðbundin íslensk karlakóralög og erlend lög í bland. Fjórir einsöngvarar koma fram á tónleikunum auk þess sem KAG-kvartettinn tekur lagið. Stjórnandi er Valmar Väljaots. Miðaverð er 2.000 kr. Miðar eru seldir við innganginn.