Vortónleikar á hvítasunnu

Kór Glerárkirkju heldur vortónleika sína í Glerárkirkju á hvítasunnudag, 27. Maí kl. 20:00. Flutt verður tónlist sem kórinn flytur í kórakeppni í Vínarborg í júní n.k. verð kr. 1.500. Ath: ekki er tekið við greiðslukortum. Flutt verða verkin: Komm, Jesu komm eftir Bach, Credo og Sanctus úr Krýningarmessu Mozart, Salve Regina eftir Schubert, Ubi caritas eftir Duruflé, Ave verum corpus eftir Erki Meister, Heyr himnasmiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Leelo sem er eisneskt þjóðvísa við lag Mart Saar, íslensku þjóðlögin Krummi svaf í klettagjá og Tíminn líður trúðu mér, Capri Katarína eftir Jón Jónsson frá Hvanná og Tanzen und springen eftir Hans Leo Hassler. Aðgangseyrir er kr. 1.500.- Getum ekki tekið greiðslukort.