Vorhátíð sunnudaginn 1. maí

Vorhátíð barnastarfs Glerárkirkju verður haldin sunnudaginn 1. maí næstkomandi og hefst hún með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11:00 þar sem Barna - og Æskulýðskór Glerárkirkju koma fram ásamt Barnakór Langholtskirkju. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og Eydís Ösp Eyþórsdóttir, æskulýðsfulltrúi, þjóna við athöfnina. Eftir stundina í kirkjunni tekur við fjölbreytt dagskrá. Hoppukastalarnir verða á sínum stað, boðið verður upp á andlitsmálun, grillaðar pylsur og meðlæti á staðnum og svona mætti lengi telja. Fjölmennum og eigum saman góða stund í kirkjunni. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.