Vetrarstarf Barnakórs Glerárkirkju

Það er gaman og hollt að syngja í kór. Í kór er hægt að eignast vini, læra ný lög og æfa hin enn betur, syngja stundum í kirkjunni og hafa gaman saman! Barnakór Glerárkirkju æfir alla mánudaga milli klukkan þrjú og fjögur. Allir krakkar á aldrinum sjö til ellefu ára velkomin. Kórstjóri er Hjördís Eva Ólafsdóttir. Netfang hennar er hjordis@glerarkirkja.is.