Vetrarstarf Æskulýðskórs Glerárkirkju

Vetrarstarf Æskulýðskórs Glerárkirkju hefstu mánudaginn 30. ágúst kl. 17:30. Allir sem eru 12 ára eða eldri eru hjartanlega velkomnir. Æfingar verða á mánudögum kl. 17:30 til 19:00. Kórstjóri er Olga Ásrún Stefánsdóttir. Að syngja í kór er góður félagsskapur og frábær undirbúningur til dæmis fyrir frekara tónlistarnám seinni tíma. Gaman er að syngja fjölbreytt lög frá ólíkum höfundum og menningarheimum. Margir frægir söngvarar og hljóðfæraleikarar stigu sín fyrstu skref í tónlist í kór! Ekki hugsa þig um, komdu bara og vertu með :-)