Vel heppnuð ferð á landsmót æskulýðsfélaga

Á dögunum fór 15 manna hópur frá Glerárkirkju á landsmót æskulýðsfélaga, en það var haldið á Selfossi síðustu helgina í október. Alls tóku um 500 ungmenni þátt í mótinu sem var vel heppnað í alla staði. Landsmótin hafa verið fastur liður í æskulýðsstarfi kirkjunnar um áratuga skeið. Næsta landsmót verður austur á Héraði í október 2012. Hér á vef Glerárkirkju má nú skoða nokkrar myndir af ferð okkar á mótið.