Vef-helgistund 16.janúar

Komandi sunnudaga verður helgihald kirknanna hér á Norðurlandi fyrst og fremst í streymi. Í dag heilsum við frá Glerárkirkju, næsta sunnudag verður samkirkjuleg helgistund sem Hvítasunnukirkjan, Þjóðkirkjan á Norðurlandi, Hjálpræðisherinn og Aðventistakirkjan leiða saman. Sunnudagana þar á eftir förum við aðeins út fyrir boxið og sendum út nokkuð óhefðbundnar stundir, bíðið spennt.

Sr. Magnús Gunnarsson leiðir bænagjörð í dag, sr. Guðmundur Guðmundsson og sr. Sindri Geir Óskarsson eiga samtal um guðspjall dagsins, sem er sagan af brúðkaupinu í Kana þar sem Jesús breytir vatni í vín. Því er við hæfi að hefja stundina á "Vel er mætt", en Kór Glerárkirkju undir stjórn Valmars Väljaots flytja auk þess sálmana Hve sælt hvert hús (slm.113) og Sú trú sem fjöllin flytur (slm 207) en þetta er nýtt lag við sálminn eftir sr. Guðmund Karl Brynjarsson, prest í Lindakirkju. Stundinni lýkur með laginu Þegar vetrar.