Upptökur frá fræðslukvöldunum

Þessar vikurnar standa yfir í Glerárkirkju fræðslukvöld prófastsdæmisins í samstarfi við Starfs- og leikmannaskóla þjóðkirkjunnar. Til þess að sem flestir geti notið fræðslukvöldanna þá eru framsöguerindin hvert kvöld tekin upp og birt í sjónvarpi kirkjunnar, www.kirkjan.is/sjonvarp. Nú þegar hafa fjögur erindi verið birt þar og er fólk hvatt til að kynna sér þau sem og að koma og taka þátt í kvöldunum sjálfum, á miðvikudagskvöldum fram til 3. apríl.