Uppstigningardagur - dagur aldraðra í kirkjunni

Á uppstigningardag verður messa kl. 11 í Glerárkirkju. Sr. Arna Ýrr þjónar, en sr. Haukur Ágústsson mun prédika. Karlakór Akureyrar- Geysir, syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Að messu lokinni verður boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu. Allir velkomnir.