Upplýsingar til foreldra fermingarbarna

Fyrir þau ykkar sem ekki komust á kynningarfundi fyrir foreldra fermingarbarna koma hér eftirfarandi upplýsingar: Börnin þurfa að skila verkefnabók, sem samanstendur af svörum við spurningum aftast í köflunum í ,,Líf með Jesú" Þessa verkefnabók tökum við í síðasta kennslutímanum í lok mars. Þau þurfa einnig að mæta í lágmark 7 messur, ef þau hafa farið í messu í einhverri annarri kirkju en Glerárkirkju í vetur, t.d. um jólin, þá er það hið besta mál og við reiknum það inn í messufjöldann. Æfingar fyrir ferminguna verða sem hér segir: 
Ferming 14. apríl: æfing miðvikudag 11. apríl kl. 16.
Ferming 15. apríl: æfing miðvikudag 11. apríl kl. 17.
Ferming 21. apríl: æfing miðvikudag 18. apríl kl. 16.
Ferming 22. apríl: æfing miðvikudag 18. apríl kl. 17.
Ferming 28. apríl: æfing miðvikudag 25. apríl kl. 16.
Ferming 29. apríl: æfing miðvikudag 25. apríl kl. 17.
Ferming 26. maí: æfing miðvikudag 23. maí kl. 16.

Á fermingardaginn þurfa börnin að mæta kortér fyrir eitt. Þá taka kvenfélagskonur á móti þeim og útvega þeim kyrtil. Gott er að þau hafi sálmabók með sér, helst nýja útgáfu, því að í gömlu útgáfurnar vantar u.þ.b. 200 sálma, þ.á.m. sálma sem við syngjum í athöfninni. 

Ekkert hámark er sett á gestafjölda með hverju barni, og engin sæti eða bekkir eru teknir frá, nema sérstaklega sé beðið um það vegna fötlunar. 

Í athöfninni verður ljósmyndari sem tekur myndir af hverju og einu fermingarbarni, því leyfum við ekki myndatökur á meðan á athöfninni stendur, en hægt verður að kaupa myndir af ljósmyndaranum á vægu verði.