Ungt fólk, trú og lýðræði

Glerárkirkja, KFUM og KFUK og ÆSKR standa fyrir námskeiðinu "Ungt fólk, trú og lýðræði" sem fram fer í Glerárkirkju og á Hólavatni dagana 14. til 16. september næstkomandi. Námskeiðið er hugsað fyrir 18 til 25 ára ungt fólk. Unnið verður með verkefni úr Kompás - Handbók Evrópuráðsins í mannréttindafræðslu með ungu fólki, en einnig verða textar Biblíunnar um ungt fólk og áhrif þess skoðaðir. Þátttökugjaldið er aðeins 3.000 krónur. Skráning er hafin á skraning.kfum.is.

UNGT FÓLK, TRÚ OG LÝÐRÆÐI

Lát engan líta smáum augum á æsku þína en ver fyrirmynd trúaðra í orði og hegðun, í kærleika, trú og hreinlífi (Fyrra Tímóteusarbréf 4:12)

Hæ. Ert þú kannski ein(n) í hópi þeirra sem dreymir um að við mannfólkið tökum fleiri skref saman í átt að samfélagi þar sem fólk skiptir máli? Getur verið að þú hafir velt því fyrir þér hvort að þú getir haft áhrif hér heima - áhrif sem geta verið upphafið af einhverju stærra?

Við sem stöndum fyrir þessu námskeiði höfum trú á ungu fólki, það má jafnvel segja að við bíðum og vonumst eftir byltingu unga fólksins. Jesús velti borðum okraranna um koll, hann settist til borðs með þeim sem voru útskúfaðir úr samfélaginu ... Þið þekkið þetta!

Stundum skortir æfingu, upplýsingar, hvata til að þora og vilja standa fyrir málstað sem vekur fólk ekki bara til umhugsunar í nokkrar mínútur heldur fær það til að breyta lífi sínu og gjörðum.

Þess vegna er þetta námskeið í boði fyrir ungt fólk 18 til 25 ára (+/-). Allt sem áhugasamir þurfa að gera er að skrá sig, mæta á staðinn og vera virkir þátttakendur. Það kostar aðeins 3.000 kr. að taka þátt í námskeiðinu og eru ferðir fyrir þau sem koma að sunnan inn í þeim pening.

Umsjón með námskeiðinu hafa Dagný Halla Tómasdóttir (861 1625), Jóhann Hjaltdal Þorsteinsson (699 4115) og Pétur Björgvin Þorsteinsson (864 8451). Skráning er á www.skraning.kfum.is. Athugið að plássið er takmarkað: Fyrstir koma, fyrstir fá! Hámark: 21 þátttakandi!

Smellið hér til að skoða auglýsingu á pdf-formi.