Unglingastarf á fimmtudagskvöldum í samstarfi við KFUM og KFUK

Unglingastarf Glerárkirkju verður í vetur í samstarfi við KFUM og KFUK á fimmtudagskvöldum kl. 20:00 til 21:30 í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð. Starfið er opið krökkum úr áttunda bekk og eldri. Umsjón með starfinu hafa Jóhann (699 4115) og Pétur Björgvin ( 864 8451).

Í kynningarbréfi sem dreift er um starfið segir m.a.:

Velkomin/nn í unglingastarf KFUM-KFUK og Glerárkirkju

Fundir í unglingadeild eru haldnir í hverri viku í Sunnuhlíð og við vonum að þér finnist dagskrá haustsins spennandi. Á hverjum fundi gerum við eitthvað skemmtilegt saman og svo er fræðsla eða hugvekja út frá boðskap Biblíunnar. Húsið opnar kl. 19:30.

Vertu með í frábærum hóp í vetur og njóttu þess að taka þátt í skapandi og skemmtilegu félagsstarfi.

Dagskráin í haust:

13. september: Keyrum þetta í gang
20. september: Drapst þú hann?
27. september: Pizzapartý - 200 kr.
4. október: Foreldrafundur
11. október: Undirbúa heimsmet
LAUGARDAGUR 13. október: Heimsáskorun KFUM og KFUK
18. október: Leikurinn
25. október: Amazing Race
1. nóvember: Jól í skókassa
8. nóvember: Ljós í myrkri
15. nóvember: Bandý
22. nóvember: Sáttmálinn!
29. nóvember: Jóla Palla- og Pálínu-boð

Allar nánari upplýsingar um starfið veita Jóhann (699 4115 / johann@kfum.is) eða Pétur ( 864 8451 / petur@glerarkirkja.is).

Þau sem ætla að taka þátt eru beðin um að prenta út textann hér fyrir neðan (copy/paste í word skjal), fylla það út og koma með á fyrsta fund.

Staðfesting á þátttöku í unglingastarfi KFUM-KFUK og Glerárkirkju

Nafn: __________________________________________________________________________

Kennitala: __________________________

Heimilisfang: _________________________  Póstnúmer: ___________

Nöfn forráðafólks / foreldra: _________________________________________________________

Netfang: ________________________________________

GSM: _______________

Já takk, ég vil fá upplýsingar um viðburði unglingastarfsins með

( ) tölvupósti

( ) gsm

Þátttaka í félagsstarfi KFUM-KFUK og Glerárkirkju er þátttakendum að kostnaðarlausu fyrir utan ferðir og mót. Þátttaka er valkvæð.