Um Þorláksmessu að sumri

Þorláksmessa að sumri er 20. júlí í minningu þess að þann dag árið 1198 voru bein heilags Þorláks Skálholtsbiskups grafin upp og lögð í skrín. Dánardægur hans er eins og kunnugt er 23. desember og þá er Þorláksmessa að vetri og margir halda upp á hana með skötuveislu. Á sumarmessunni er aftur á móti sungið úr Saltaranum bæði úti og inni. Saltari þýðir sungin lofgjörð og er þetta heiti notað yfir Davíðssálmana sem er að finna sem sérstaka bók í Gamla testamentinu.

Sjá nánar í pistli dr. Péturs Péturssonar á trú.is.

Sjá einnig á vef kaþólsku kirkjunnar á Íslandi: http://www.catholica.is/cath.html en þaðan er myndin sem fylgir fréttinni fengin að láni.